0
Hlutir Magn Verð

Afhending og sendingakostnaður

Þegar þú leggur inn pöntun og hefur gengið frá greiðslu er varan afgreidd út á pósthús hjá Íslandspóst og næsta virka dag. Einnig getur þú sótt vöruna til okkar í verslunina KAKI Strandgötu 11 í miðbæ Hafnarfjarðar, opnunartími er alla virka daga kl.11-18 og laugardaga kl.11-14
Heimkeyrsla Póstsins er keyrð út á milli 17-22 á kvöldin eftir að við sendum á stað til þín og þá þarf einhver að vera heima til að taka á móti sendingunni. Þú færð SMS tilkynningu að varan sé á leiðinni ef þú skráir GSM númer þitt þegar þú pantar. Ef engin er heima til að taka á móti sendingunni þá fer hún beint á næsta pósthús næst þér og er þá tilbúin til arhendingar morguninn eftir. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Ganga þarf frá greiðslu pöntunar innan 2 daga að öðru leiti fer varan aftur í sölu
Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar 


Skilaréttur
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað.
Þú velur að senda okkur vöruna eða kemur með hana í verslunina KAKI Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði, best er að hafa samband með tölvpóst á kakiconcept@kakiconcept.is eða senda fyrirspurn hér á síðunni með því að klikka á umslagið hér neðst í hægra horninu og við aðstoðum fljótt og örugglega
Ath. Flutnings- og póstburðagjöld eru ekki endugreidd 

Ef svo óheppilega vill til að varan sé gölluð er best að hafa samband við okkur sem fyrst og við útvegum nýja vöru eins fljótt og mögulegt er 

Greiðslufyrirkomulag
Þegar þú gengur frá pöntun getur þú valið um að greiða með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.
Þegar greitt er með Netgíró sendum við pöntunina strax á stað til þín líkt og venjulega en þú færð greiðsluseðil í heimabankann þinn sem þarf að greiða innan 14 daga en einnig er hægt að skipta Netgíró greiðslum í raðgreiðslur inn á netgiro.is 

Verð
Öll Verð eru með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur

Trúnaður við viðskiptavini
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi).